Gamla smiðjan er ein elsta áþreifanlega heimildin um atvinnusögu Bíldudals, en Pétur Thorsteinsson lét reisa smiðjuna um árið 1895 og útbjó með öllum nýjustu tækjum sem fáanleg voru á þeim tíma.
Smiðjan gegndi mikilvægu hlutverki í þjónustu við báta og útgerð á staðnum og var rekin í sama húsnæði í yfir 100 ár.
Hægt að skyggnast betur í söguna með heimsókn í smiðjuna.
Smiðjan verður opin á auglýstum opnunartíma á sumrin, en þess utan er hægt að fá leiðsögn fyrir hópa.
Af vefsíðu Markaðsstofu Vestfjarða