Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar er að leggja af stað í Hornvík á Hornströndum. Þar hrasaði göngukona og er talin fótbrotin.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.
Fleiri björgunarmenn eru um borð í björgunarskipinu en vanalega þar sem bera þarf konuna allnokkra vegalengd úr fjalllendi að skipinu.
Reikna má með að verkefnið taki nokkurn tíma og skipuð komi því ekki tilbaka til Ísafjarðar fyrr en seint í kvöld.