Fermingarsystkin sem fermd voru 28.maí 1961 ásamt mökum, komu saman á Flateyri 5.júni 2021 í tilefni á 60.ára fermingarafmælinu. Þau sem ekki áttu heimangengt voru Guðmundur Pálmason býr í Kananda, Marta Greta Haraldsdóttir, Jensína Janusardóttir.
Myndin var tekin við kirkjuna. gengið um Flateyri, þegnar veitingar í sumarhúsi Hinriks og Ástu á Flateyri, farið í kaffi hjá Halldóri og Guðrúnu í Breiðadal, og svo kvöldverður og gisting í Holti og rifjað upp gamlar minningar um leik og störf á Flateyri.
Prestur var séra Jón Ólafsson í Holti. Tvö fermingarsystkin eru látin, Kristín Björnsdóttir og Hinrik Jón Magnússon.