Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð og fulltrúi sveitarfélagins í samráðsnefnd um stofnun þjóðgarðs á Vestfjörðum segir að Vesturbyggð leggi áherslu á að „þrátt fyrir stofnun þjóðgarðsins þá verði gætt að nauðsynlegri innviðauppbyggingu innan marka þjóðgarðsins. Þá verði ekki settar íþyngjandi takmarkanir við framtíðarorkuöflun innan marka þjóðgarðsins, viðhald og endurnýjun raflína og orkumannvirkja verði ekki takmörkuð sem og uppbygging samgöngumannvirkja, m.a. á Dynjandisheiði.“
Rebekka segir að athugasemdir Orkubús Vestfjarða hafi ekki verið formlega ræddar en segist reikna með að athugasemdir Orkubúsins sem og annarra verði teknar til greina og orðalag friðlýsingarskilmálanna verði gert skýrara.