Sækir Ísland um aðild að Geimvísindastofnun Evrópu?

Guðjón Brjánsson, alþm.

Guðjón S Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi hefur lagt fyrir mennta- og menningarmálaráðherra þrjár spurningar sem varða aðildarumsókn að Geimvísindastofnun Evrópu.

Spurningarnar sem Guðjón óskar eftir að fá svör við eru þessar:

   1.      Er unnið að aðildarumsókn fyrir Íslands hönd að Geimvísindastofnun Evrópu af hálfu ráðherra?
     2.      Hefur faglegur ávinningur að aðild verið metinn? Ef svo er, hverjir eru þeir helstir?
     3.      Hvernig hyggst ráðherra vinna að málinu það sem eftir lifir kjörtímabilsins?

Nú er þara að sjá hvað ráðherran Lilja Alfreðsdóttir verður fljót að svara þessum spurningum því stutt er eftir af kjörtímabilinu og Guðjón mun ekki sitja á þingi næst þegar það kemur saman.

DEILA