Síðasta laugardag voru 76 nemendur brautskráðir frá skólanum við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju.
Nemendur voru brautskráðir af 15 námsbrautum. Tíu nemendur úr húsasmíði, 2 nemendur af lista-og nýsköpunarbraut, 7 nemendur af sjúkraliðabraut, 8 úr skipstjórnarnámi A, 4 úr skipstjórnarnámi B, 1 úr stálsmíði og 2 úr vélstjórnarnámi A. 4 nemendur útskrifuðust með diplómu í förðun.
Alls útskrifuðust 47 nemendur með stúdentspróf og skiptust þannig eftir brautum: 4 af félagsvísindabraut, 5 nemendur af náttúruvísindabraut, 2 nemendur af náttúruvísindabraut – afreksíþróttasviði, 18 nemendur af opinni stúdentsbraut, 8 nemendur af opinni stúdentsbraut – afreksíþróttasviði, 3 nemendur af opinni stúdentsbraut með áherslu á háriðngreinar og 7 nemendur útskrifuðust með stúdentspróf af fagbraut.
Dux scholae 2021 er Karólína Mist Stefándóttir stúdent af náttúruvísindabraut með meðaleinkunnina 9,53.
Semidux er Egill Fjölnisson stúdent af félagsvísindabraut með meðaleinkunnina 9,05.