Vestri tryggði sér sæti í undanúrslitum 1. deildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi með sigri á Fjölni 73:87.
Vestri hóf leikinn af miklum krafti og náði 19 stiga forystu í fyrsta leikhluta, mun sem Fjölnir náði aldrei að vinna upp.
Vestri sigraði því í þessari rimmu 2:0.
Vestri: Gabriel Adersteg 22/8 fráköst, Marko Dmitrovic 18/8 fráköst, Hilmir Hallgrímsson 16/5 fráköst, Ken-Jah Bosley 14/10 fráköst, Nemanja Knezevic 11/13 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Hugi Hallgrímsson 6, Blessed Parilla 0, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 0, Arnaldur Grímsson 0/4 fráköst, Gunnlaugur Gunnlaugsson 0.