Helga Guðmundsdóttir 104 ára í dag

Helga Guðmundsdóttir með Ósk Gunnarsdóttur, dóttur sinni.

Helga Guðmundsdóttir, Bolungavík  er 104 ára í dag.

Helga er fædd 17. maí 1917 á Blesastöðum á Skeiðum. Þar ólst hún upp, ein 14 systkina sem náðu fullorðinsaldri en tvö systkini hennar létust í æsku.

Helga giftist Bolvíkingnum Gunnari Halldórssyni og flutti til Bolungarvíkur árið 1952. Þau eignuðust þrjú börn. Agnar búsettur í Mikla­bæ í Skagaf­irði, og Ósk, kenn­ari í Kópa­vogi. Lát­in er Krist­ín sem síðast var kenn­ari í Kefla­vík.

Á síðasta ári sigraðist Helga á Covid19.

Bæjarstjórn Bolungavíkur útnefndi hana í fyrra sem heiðursborgara Bolungavíkur.

Í greinargerð bæjarstjórnar segir m.a. :

„Það er óhætt að segja að Helga sé verðugur fulltrúi þeirra kynslóða sem ruddu brautina í uppbyggingu Bolungarvíkur frá miðri síðustu öld. Hún vann verk sín í hljóði eins og tíðkaðist meðal kvenna á þessum tíma, en framlag hennar og annarra kynsystra hennar var ómetanlegt og verður seint fullþakkað.“

DEILA