Hætta á að matarílát fyrir börn brotni og valdi bruna

Matvælastofnun varar við HEROISK og TALRIKA matarílátum fyrir börn sem seld eru í IKEA vegna hættu á að þau brotni og valdi bruna. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna og gert Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs viðvart.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vörurnar í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli, fóður og matvælasnertiefni.

Innköllunin á einungis við um HEROISK og TALRIKA diska, skála og bolla:

  • HEROISK skálar 14 grænt/gult 2 í pk.
  • HEROISK bollar rautt/gult, 2 í pk.
  • HEROISK diskar 22 rautt/grænt, 2 í pk.
  • HEROISK hliðardiskar blátt/rautt, 2 í pk.
  • TALRIKA djúpir diskar 20 ljósgrænt, 4 í pk.
  • TALRIKA hliðardiskar 19 dökkblátt, 4 í pk.
  • TALRIKA bollar rautt, 4 í pk.

Kaupendur geta skilað vörunum til IKEA gegn endurgreiðslu. Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri IKEA í síma 520 2500 og á IKEA.is.

DEILA