Fyrsta ganga sumarsins hjá Ferðafélagi Ísfirðinga er skemmtileg söguferð um Þingeyri og ganga upp á Sandafell.
Leiðsögumaður verður Gunnhildur Björk Elíasdóttir. Vonandi er að sem flestir fjölmenni í þessa áhugaverðu göngu.
Þeir sem ætla í gönguna af norðursvæðinu geta sameinast í bíla á planinu við Bónus en þaðan verður lagt af stað kl. 09:30. Gangan hefst kl. 10:00 við íþróttamiðstöðina á Þingeyri.
Veðurspáin lofar góðu fyrir gönguferðina. Það er um að gera að nota tækifærið, hnýta á sig gönguskóna og mæta með góða skapið.