Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Valgarður lyngdal. Mynd: Skessuhorn.

Í fyrrakvöldi var framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi kynntur. Áður hafði verið kosið í þrjú efstu sætin á auknu kjördæmaþingi þann 27. mars sl., uppstillinganefnd sá um að stilla upp á listann frá fjórða sæti.

Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar leiðir listann „Ég er þakklátur fyrir traustið sem félagar mínír í Norðvesturkjördæmi hafa sýnt mér. Ég er fullur bjartsýni, fús til verka og ég hlakka til samstarfsins við meðframbjóðendur mína og Samfylkingarfólk um allt kjördæmið“. – Valgarður Lyngdal Jónsson.

Listinn er svo hljóðandi.

  1. Valgarður Lyngdal Jónsson – Akranes
  2. Jónína Björg Magnúsdóttir – Akranes
  3. Sigurður Orri Kristjánsson – Reykjavík
  4. Edda Katrín Einarsdóttir – Ísafjörður
  5. Ída Finnbogadóttir – Borgarbyggð
  6. Gunnar Rúnar Kristjánsson – Austur Húnavatnssýsla
  7. Ingimar Ingimarsson – Reykhólar
  8. Steinunn Sigurbjörndóttir – Dalasýsla
  9. Guðríður Sigurjónsdóttir – Akranes
  10. Gylfi Þór Gíslason – Ísafjörður
  11. Guðný Friðfinnsdóttir – Sauðárkrókur
  12. Oddur Sigurðarson – Hvammstangi
  13. Salvör Svava G. Gylfadóttir – Borgarbyggð
  14. Guðni Kristjánsson – Sauðárkrókur
  15. Sigurbjörg K. Ásgeirsdóttir – Patreksfjörður
  16. Björn Guðmundsson – Akranes

DEILA