Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að auglýsa eftir leikskólastjóra á Flateyri í stað deildarstjóra á leikskólanum Grænagarði á Flateyri og verður sú breyting til eins árs. Það voru Kristbjörg Sunna Reynisdóttir, leik- og grunnskólastjóra á Flateyri, og Erna Höskuldsdóttir, leik- og grunnskólastjóra á Þingeyri, sem óskuðu er eftir að endurskoðað verði það fyrirkomulag að skólastjóri stýri bæði leik- og grunnskóla á Flateyri og á Þingeyri.
Erindið var fyrst lagt fram í fræðslunefnd sem lagði til að orðið yrði við því varðandi Flateyri og samkvæmt minnisblaði skólastjóranna yrði ekki um kostnaðaraukningu að ræða við breytinguna.
Sviðsstjóri skóla- og tómstundasvii segir í minniblaði sínu til bæjarráðs að breytingin muni auka faglegt starf á leikskólanum sem og grunnskólanum og hafi ekki kostnaðarauka í för með sér. „Laun leikskólastjóra eru vissulega örlítið hærri en laun deildarstjóra í svona fámennum leikskóla, en á móti mun grunnskólastjórinn auka við sig kennsluskylduna og því hækkar ekki kostnaðurinn við fyrirkomulagið.“
Erindið varðandi Þingeyri er óafgreitt en fræðslunefnd óskaði eftir kostnaðargreiningu frá leik- og grunnskólanum á Þingeyri.