Á Ísafirði var kröfuganga á 1. maí en mögulega annars konar en er að venjast. Krafist var nýrrar stjórnarskrár af krafti kvenna.
Kvennalúðrasveit fór um bæinn, spilaði Internationalinn og hrópaði; Hvar er nýja stjórnarskráin? Það er nóg til handa öllum! Hópurinn er stofnaður til að vekja athygli á Nýju stjórnarskránni og er angi af Samtökum kvenna um nýja stjórnarskrá. Þær sem skipa lúðrasveitina eru þær; Bryndís Gunnarsdóttir á túbu, Kristín Þóra Henrysdóttir á básúnu, Harpa Henrysdóttir á trompet, Jóna Benediktsdóttir á saxófón og Bryndís Friðgeirsdóttir á trommu. Fánaberar eru Annska Arndal og Fanndís Fjóla Hávarðardóttir. Myndataka og klipping var í höndum Sunnu Einarsdóttur.
Sjá myndband hér að neðan.