Vestfirðir: EarthCheck silfurvottun

Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa fengið staðfesta silfurvottun frá umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck, sjötta árið í röð. Til að fá gullvottun þurfa sveitarfélögin að hafa fengið vottun 10 ár í röð.

Frá þessu er greint á vefsíðu Ísafjarðarbæjar.

Árlega eru send tölulegar upplýsingar um atriði sem snerta sjálfbæra þróun sveitarfélaganna á Vestfjörðum til áströlsku vottunarsamtakana EarthCheck. Hægt er að fara margar mismunandi leiðir til að auka sjálfbærni í starfi sveitarfélaga. Í vottunarferlinu er gerð krafa um mælanlegar framfarir á ákveðnum sviðum, en skilgreind eru 12 lykilsvið sem krafa er gerð um að mældir séu. Í umhverfisvottunarverkefni sveitarfélaganna er fylgst náið með ákveðnum, skilgreindum þáttum sem eru kallaðir sjálfbærnivísar og eiga að stuðla að bættri frammistöðu . Verkefnaval vegna umhverfisvottunarinnar verður að taka mið af þessum kröfum EarthCheck.

Náttúrustofa Vestfjarða hefur haft umsjón með umhverfisvottuninni síðan 2019.

DEILA