Vel aflaðist á bátum frá Patrekshöfn í febrúar og marsmánuðum. Í febrúar var landað 794 tonnum af botnfiski og 579 tonn í marsmánuði eða samtals 1.373 tonn. Segja má að vel hafi verið fylgt eftir góðum afla í janúarmánuði en þá var landað 731 tonnum af botnfiski í Patrekshöfn.
Vestri BA var á botntrolli og var tvo mánuði með 304 tonna afla. Fimm línubátar lönduðu samtals 1.067 tonnum. Núpur BA var aflahæstur með 597 tonn. Patrekur BA landaði 360 tonnum og Agnar BA, Sindri BA og Fönix BA voru samtals með um 100 tonn af botnfiski.
Sindri BA fór auk þess einn róður á handfærum og landaði 653 kg. Þá byrjaði Án II BA á grásleppu undir lok marsmánaðar og landaði 1.542 kg eftir tvær veiðiferðir.