Merkir Íslendingar – Guðmundur Gilsson

Guðmundur Gilsson (1887 - 1978).

Guðmundur Gilsson frá Hjarðardal i Önundarfirði  var fæddur á Mosvöllum í Önundarfirði þann 29. október 1887.


Foreldrar hans.voru hjónin Gils Bjarnason og Guðmundína Jónsdóttir sem þá bjuggu á hálflendunni á Mosvöllum. Þar ólst Guðmundur upp með foreldrum sinum. Miseldri var með þeim hjónum. Gils var 46 ára er þau giftust 1878 en Guðmundina þá innan við þritugt.

Guðmundur Gilsson sótti nám i Stýrimannaskólann og útskrifaðist þaðan vorið1912, Eftir það var hann skipstjori á skútum nálægt 10 árum.

Guðmundur kvæntist  1914 Sigriði Hagalinsdóttur og þau hófu búskap í  Innri-Hjarðarda vorið 1919. Konu sina missti Guðmundur 1947 en bjó i Hjarðardal þar tíl Hagalin sonur hans tók við búinu og raunar i  félagi við hann nokkur ár.

Þau Guðmundur og Sigríður eignuðust 10 börn sem öll komust úr bernsku.

Þau eru þessi:


Gils rithöfundur og alþm. Kona hans, Guðný Jóhannesdóttir.

Ingibjörg húsfreyja á Spóastöðum í Biskupstungum. Hennar maður, Þórarins Þorfinnssonar.
Helga dó 1940.

Þórunn húsfreyja á Siglufirði. Hennar maður, Einar Albertsson.

Hagalín bóndi í Innri-Hjarðardal, hans kona Þórdis Guðmundsdóttir.

Kristján húsasmiðameistari í Kópavogi, hans kona, Valborg Hallgrimsdóttir.

Magnús bóndi í Tröð í Önundarfirði, kona hans Ásta Ásvaldsdóttir.
Ragnheiður húsfreyja i Auðsholti í Biskupstungum, hennar maður, Einar Tómasson.

Páll skipstjóri í Reykjavik, hans kona.Helgu Pétursdóttur.

Bjarni húsasmiður og sjómaður í Reykjavfk, ókvæntur.

„Guðmundur Gilsson var flaslaus maður og yfirlætislaus. Hann var enginn málskrafsmaður á fundum en hygginn og tillögugóður og sá oft leið til samkomulags og framkvæmda. Hann var valinn; í sveitarstjórn, kaupfélagsstjórn, sýslunefnd og til ýmissa áþekkra trúnaðarstarfa i félagsmálum og reyndist hvarvetna traustur maður og öruggur.

Hann kunni vel til verka. Varð ungur íþróttamaður á skiðum og skautum en var líka íþróttamaður við vinnu á sjó og landi, í vefstól og undir stýri, ratvis svo að naumast virtist einleikið. Þó eru það ekki afrekin sem verða hugstæðust, heldur hver maðurinn var að allri gerð i hversdagsleikanum, fas hans og hjartalag, viðbrögð og tilsvör’.“

„Þegar ég hugsa nú úr fjarlægð rúms og tima til æskusveitar minnar, man ég ekki notalegri þokka yfir öðru heimili en þeirra hjóna i Innri-Hjarðardal – og er þó margs góðs að minnast, þvi að mannval var mikið og gott. Og það eru margir fleiri en ég sem eiga ljúfar og mætar minningar frá heimilinu í Hjarðardal.“

Síðustu árin dvaldi Guðmundur Gilsson á heimili dóttur sinnar á Spóastöðum i Biskupstungum.

Guðmundur Gilsson lést þann 22. apríl 1978.



Dagblaðið Tíminn 29. apríl og 8. september 1978


Halldór Kristjánsson,

frá Kirkljubóli í Bjarnardal, Önundarfirði.

.

.

...... 


Skipamyndir þessar eru frá Flateyrarhöfn haustið 1977. Þá leituðu nokkur loðnuskip vars þar vegna brælu á loðnumiðunum út af Vestfjörðum. Meðal þeirra var eitt glæsilegasta skip loðnuflota þess tíma, það er Guðmundur RE 29. Útgerðarmaður og skipstjóri var Páll Guðmundsson frá Innri-Hjarðardal í Önundarfirði sem átti skipið með Hrólfi Gunnarssyni, skipstjóra.


Guðmundur RE 29 bar nafn föður Páls -Guðmundar Gilssonar- í Innri Hjarðardal.


Þegar veður batnaði á Vestfjarðamiðum héldu loðnuskipin ásamt skuttogara Flateyringa; Gylli ÍS 261, strax til veiða.

Páll Guðmundsson á Guðmundi RE 29 lét fyrstur úr höfn en sigldi skipi sínu inn á Hjarðardalssjó til –sjónstundar- við föður sinn Guðmund Gilsson sem þá var í heimsókn í Innri-Hjarðardal.

 
Þarna var síðasta sjónsamband Guðmundar RE og Guðmundar Gilssonar nær 90 ára en hann lést þann 22. apríl vorið eftir (1978).


Skráð af Menningar-Bakki.

DEILA