Kosning um fugl ársins 2021 er hafin. Valdar hafa verið 20 fuglategundir sem koma til greina.
Atkvæði eru tekin að streyma inn eins og farfuglar að vori og er strax ljóst að um spennandi kosningu verður að ræða segir í fréttatilkynningu frá Fuglavernd.
„Þeir 20 fuglar sem keppa um titilinn í ár hafa nú flestir orðið sér úti um kosningastjóra en rjúpa, stari og svartþröstur flögra þó enn í lausu lofti án sérstakra talsmanna. Það er fjölbreyttur og fagur hópur fólks úr öllum áttum og af öllum aldri sem hefur tekið að sér að stýra oddaflugi hinna fuglanna í keppninni. Margir hafa komið upp samfélagsmiðlasíðum fyrir fuglana sína sem Fuglavernd hvetur fólk eindregið til að fylgja.“
Kosningin stendur til kl. 18 þann 18. apríl 2021 og eru fuglavinir hvattir til að taka þátt og gefa sínum fugli byr undir báða vængi.
Slóð á kosninguna:
http://www.fuglavernd.is/fugl-arsins
Tegundirnar 20 eru eftirfarandi ásamt upplýsingum um kosningastjóra þeirra:
Fugl | Kosningastjóri | Netfang |
Grágæs | Kolbeinn Sæmundur Hrólfsson | ksh22@hi.is |
Auðnutittlingur | Guðni Sighvatsson | gudni10@gmail.com |
Lundi | Sunna Dís Kristjáns | sunnadis@engidalsskoli.is |
Heiðlóa | Guðrún Jónsdóttir | grunajons@gmail.com |
Hrafn | Hrefna Huld Helgadóttir | hrefnahh@gmail.com |
Jaðrakan | Steingerður Steinarsdóttir | ssteinars@talnet.is |
Kría | Jóhanna Benediktsdóttir | johben@simnet.is |
Haförn | Ragna Gestsdóttir | ragna@birtingur.is |
Himbrimi | Eyþór Ingi Jónsson | eythor@akirkja.is |
Sílamáfur | Bjarki Sigurðsson | bjarkisigurdss@gmail.com |
Óðinshani | Fannar Sigurðsson | fannar170800@hotmail.com |
Hrossagaukur | Sigurjón Einarsson | sigure@simnet.is |
Snjótittlingur | Ísak Hugi Einarsson | isakhugi@gmail.com |
Maríuerla | Hulda Signý Gylfadóttir | huldasigny@gmail.com |
Skógarþröstur | Halldór Bergmann | halldorb45@gmail.com |
Músarrindill | Snorri Valsson | snorrivalsson63@gmail.com |
Sendlingur | Þórir Þórisson | doddibyggir@gmail.com |