Meistaraflokkur karla tekur á móti Skallagrími í 1. deild karla í dag föstudag og meistaraflokkur kvenna tekur á móti Njarðvík á laugardag. Á mánudagskvöld á meistaraflokkur karla einnig heimaleik gegn Hamri. Því miður hefur ekki tekist að útfæra móttöku áhorfenda miðað við núgildandi takmarkanir og því verða þessir fyrstu heimaleikir eftir hlé án almennra áhorfenda. Allir leikirnir verða þó sýndir í beinni útsendingu hjá Viðburðastofu Vestfjarða og hvetjum við allt stuðningsfólk til að horfa á leikina og styrkja okkur með því að leggja inn upphæð á reikning Körfuknattleiksdeildar Vestra: 0556-26-001099 og kennitala 651093-2449.
Hlekkir á leikina: Meistaraflokkur karla:Vestri – Skallagrímur, föstudag kl. 19:15
Meistaraflokkur kvenna:Vestri – Njarðvík, laugardag kl. 14:00