Ísafjörður: kláfurinn fari ekki í umhverfismat

Í umsögn skipulagfulltrúa Ísafjarðarbæjar um frummatsskýrslu um fyrirhugaðað kláf upp á Eyrarfjall í Skutulsfirði kemur fram að hann telji að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáíhrifum.

Það er Skipulagsstofnun sem óskaði eftir umsögn Ísafjarðarbæjar og fleiri aðila, svo sem opinberra stofnana, um það hvort uppsetning kláfs í hlíðum Eyrarfjalls skuli vera háð því að fram fari mat á umhverfisáhrifum. Að fengnum umsögnunum tekur Skipulagsstofnun ákvörðum þetta atriði.

Í umsögninni segir að ekki er talið að framkvæmdin hafi neikvæð áhrif á umhverfi og samfélag Ísafiarðarbæjar. Þó þurfi að huga að mótvægisáhrifum ef stórslys eða nátturuframfarir eigi sér stað á framkvæmda- og rekstrartíma kláfsins Skýrsla umsækjenda er sögð lýsa framkvæmdinni vel. Þá hefði bæti mátt kafla um jákvæð áhrif framkvæmdarinnar á samfélag á Vestfiörðum með tilliti til atvinnu á svæðinu.

Gert er ráð fyrir að kláfurinn geti flutt 500 manns á klst upp á fjallið og alls verði 29.000 manns á ári flutt þangað, einkum yfir sumarmánuðina. Þá er gert ráð fyrir 320 manns á dag.

Ísfirðingurinn Gissur Skarphéðinsson er einn af forsvarsmönnum verkefnisins, sem mun kosta á þriðja milljarð króna og mun skapa um 25 störf. Hann sagðist vera þokkalega ánægður að bærinn telur ekki þörf á umhverfismati. „Allavega jákvæð frétt og allt þokast í rétta átt.“ sagði Gissur í samtali við Bæjarins besta.

DEILA