Flateyri: Helena hættir sem verkefnisstjóri

Helena Jónsdóttir, verkefnisstjóri á Flateyri hefur sagt upp störfum og hættir 31. maí næstkomandi. Hún vildi ekki tjá sig um ástæður uppsagnarinnar og vísaði á bæjarstjóra.

Starf verkefnisstjóra var sett á fót eftir snjóflóðin í janúar á síðasta ári og var Helena ráðin í það til þriggja ára um mitt síðasta ár. Starfið var auglýst fyrir páska og rannumsóknarfrestur út 8. apríl. Upplýsingafulltrúi Ísafjarðarbæjar segir að engar umsóknir hafi borist og var umsóknarfrestur framlengdur til 22. apríl.

DEILA