Fiskeldi í Jökulfjörðum: meirihlutinn gefur ekki upp afstöðu sína

Hvorki Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins né Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti Framsóknarflokksins vilja svara því hver afstaða þeirra er til fiskeldis í Jökulfjörðum.

Daníel jakobsson segist vilja halda sér til hlés í þessari umræðu almennt. Þar sem „ég starfa hjá eldisfyrirtæki þá tjái ég mig ekki um fiskeldið nema með almennum hætti.“

Marzellíus Sveinbjörnsson segir þetta stórt mál og vísar í strandsvæðaskipulag sem hafin er vinna við.

„Þetta er það stórt mál að ég einn mun og get ekki sagt já eða nei við eldi í Jökulfjörðum, það stendur yfir vinna er varðar haf-og strandsvæði og í tengslum við það finnst mér að samfélagið í heild þurfi að koma að þeirri vinnu. Nú er fiskeldi í Djúpinu að komast á skrið og það verður gaman að sjá hvað það gerir fyrir okkar svæði þ.e.a.s. verður slátrað hér, verður fullvinnsla afurða og margt annað sem skapar atvinnu og tekjur, þetta þarf meðal annars að liggja fyrir.“

Aðspurður hvað felist svörum hans segist hann eiga við að „slátrun fari fram í landi en ekki á sjó, ég er að pæla í hafnargjöldum t.d.  með vinnslu á ég við að unnið verði hér í neytendapakkningar…það skapar fleiri störf.“

DEILA