Bólusetningar á Vestfjörðum

Sjúkrahúsið á Patreksfirði.

Eftirfarandi kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Allir íbúar á Vestfjörðum fæddir 1951 og fyrr fá boð um bólusetningu í vikunni. Á norðanverðum Vestfjörðum fá allir boð með SMS en þeir sem ekki fá þannig boð í símann sinn eru velkomnir á föstudaginn kl 14:15 í matsal Heilbrigðisstofnunarinnar.

Einnig kemur fram að búið sé að hafa samband við alla fædda 1951 og fyrr á sunnanverðum Vestfjörðum sem eru á skrá. Ef einhver þar kannast ekki við að haft hafið verið samband er viðkomandi vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Heilsugæsluna á Patreksfirði.

DEILA