Það hefur verið byggð í Bolungavík allt frá landnámsöld og býlið Hóll kemur fyrir í elstu heimildum. Hóll var höfuðból frá því um miðja 13. öld og er líklega fyrsta jörðin í byggðalaginu. Þar sem kaupstaðurinn Bolungavík stendur núna voru áður jarðirnar Tröð, Ytri Búðir, Heimari-Búðir og Grundarhóll. Jörðin Tröð var áður undir fjallshlíðinni fyrir ofan Traðar- og Dísarland.
Vegna höfuðbólsins Hóls var sveitin þekkt sem Hólshreppur en þann 10. apríl 1974 hlaut Bolungavík kaupstaðaréttindi og á því 47 ára afmæli í dag.