Skipulags- og umhverfisráð Vesturbyggðar hefur faið skipulagsfulltrúa að senda til Skipulagsstofnunar til staðfestingar breytingar á aðalskipulagi sem heimilar tímabundið íbúðarhúsnæði fyrir starfsmenn Arnarlax við íþróttasvæðið sem nefnist Völuvöllur. Aðalskipulagsbreytingin er skilgreind sem óveruleg.
Um er að ræða gámaeiningar fyrir allt að 40 manns með alrými með eldhúsi o.fl. Húsnæðið er hugsað til 3-5 ára.
Skipulags- og umhverfisráðið vekur athygli bæjarstjórnar á því að tryggja þarf aðkomu að svæðinu sbr. athugasemd landeigenda Litlu-Eyrar.
Þá ítrekar ráðið að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða og leggur til að í samningi um svæðið verði ákvæði um að Arnarlax skuli skila inn áætlun innan eins árs frá dagsetningu samningsins um hvernig Arnarlax hyggist mæta þeirri húsnæðisþörf til framtíðar sem tímabundna húsnæðinu er ætlað að mæta.
Tveir af fimm fulltrúum ráðsins viku af fundi vegna tengsla við Arnarlax og tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins.