Anna Hildur ráðin fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst

Anna Hildur Hildibrandsdóttir hefur verið ráðin í 50% starf við Háskólann á Bifröst þar sem hún mun leiða verkefni tengd skapandi greinum. Námsbrautin er sniðin fyrir þá sem vilja öðlast innsýn og skilning á starfi framleiðenda, verkefnastjóra, umboðsmanna, útgefenda, sýningastjóra, listrænna stjórnenda, framkvæmdastjóra, frumkvöðla og „brautryðjenda“ í hinum margvíslegu menningar- og hugverkagreinum sem sameinast undir skilgreiningunni skapandi greinar.  Einnig verður unnið að því að koma á fót Rannsóknarsetri skapandi greina.  Anna Hildur tók við starfinu 1. apríl sl. 

Anna Hildur hefur um langt arabil verið búsett á Englandi en er flutt til landsins ásamt eiginmanni sínum Ísfirðingnum Gísla Þór Guðmundssyni. Anna Hildur Hildibrandsdóttir er einn aðstandenda að Tungumálatöflum, sumarnámskeiði fyrir fjöltyngd börn á Ísafirði sem haldið hefur verið frá 2017 við góðan orðstýr.

DEILA