Aldrei háhyrningur

Hefð er orðin fyrir að nefna háhyrninga hér við land sem og fleiri hvalategundir. Háhyrningafjölskyldan sem heimsótti Ísafjörð um páskahelgina og vakti kátínu marga var fjölskylda sem þekkt er frá Snæfellsnesi.

Það vildi svo skemmtilega til að yngsti kálfurinn var ónefndur. Var því óskað eftir því að kálfurinn fengi nafnið Aldrei þar sem fyrir tilviljun kom fjölskyldan inn á Poll þegar Aldrei fór ég suður hefði átt að hefjast og yfirgaf Pollinn þegar hátíðinni hefði átt að vera ljúka.

Geta Ísfirðingar því haldið því fram að þeir eigi háhyrning við Íslandsstrendur og vonast til þess ef Aldrei kemur aftur í heimsókn þá muni hann leiðina út aftur.

DEILA