Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða fer fram fimmtudaginn 6. maí.
Á fundinum fara fram hefðbundin aðalfundarstörf en einnig verða teknir inn nýir aðilar sem bætast við hóp stofnaðila Háskólaseturs.
Á fundi fulltrúaráðs Háskólaseturs Vestfjarða árið 2018 var skipulagsskrá Háskólaseturs breytt á þann veg að heimila inntöku nýrra aðila að Háskólasetrinu.
Á þeim fimmtán árum sem Háskólasetrið hefur starfað hafa orðið til ný fyrirtæki á svæðinu sem telja má líklegt að hefðu orðið stofnaðilar ef þau hefðu verið til árið 2005 þegar Háskólasetrið var stofnað. Sama má segja um rannsóknarstofnanir á landsvísu, sem eru nú með útibú á Vestfjörðum.
Stofnaðilar eru mikilvægt tengslanet fyrir stofnun eins og Háskólasetrið. Með nýjum aðilum vonast Háskólasetrið til þess að styrkja þann grunn sem það stendur á hér á Vestfjörðum.
Áhugasömum fyrirtækjum og stofnunum er bent á að hafa samband við Peter Weiss forstöðumann fyrir frekari upplýsingar.