Í kjölfar vélabilunar 11. mars hafa komið upp efasemdir um öryggi ferjunnar meðal íbúa á Vestfjörðum.
Af því tilefni vilja Sæferðir og Vegagerðin, í samstarfi við Vesturbyggð og Tálknafjörð, boða til íbúafundar á morgun, miðvikudaginn 24. mars kl. 16 þar sem Gunnlaugur Grettisson framkvæmdastjóri Sæferða, Halldór Jörgensson forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni og Hjörtur Emilsson skipaverkfræðingur sitja fyrir svörum um þetta mál.