Svæðisskipulagsnefnd Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar hefur gefið umsögn sína um erindi frá Reykhólahreppi um breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps vegna vindorkuvers í landi Garpsdals. Allt að 4,37 ferkm af óbyggðu landi svæði verðir breytt í iðnaðarsvæði undir vindorkuver. Tillaga að aðalskipulagsbreytingu hefur verið kynnt og rann frestur út 20. janúar 2021 til þess að gera athugasemdir. Gerir svæðisskipulagsnefndin ekki athugasemdir við áformaða breytingu þar sem hún samræmist stefnu svæðisskipulagsins um eflingu atvinnulífsins sem byggir m. a. á nýtingu auðlinda og auknu raforkuöryggi.
EM Orka áformar að reisa allt að 88,2 MW vindorkuvers í landi Garpsdals í Reykhólahreppi. Miðað er við allt að 21 vindmyllur, allt að 150 m háar.
Í svæðisskipulagsnefndinni sitja sjö sveitarstjórnarmenn úr sveitarfélögunum þremur og auk þeirra sitja sveitarstjórarnir einnig fundinn. Í gildi er svæðisskipulag Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar fyrir tímabilið 2018-2030.
Nefndin sér um framfylgd og breytingar á svæðisskipulaginu og metur hvort að tilefni er til að endurskoða svæðisskipulag. Svæðisskipulag er háð samþykki allra hlutaðeigandi sveitarstjórna og staðfestingu Skipulagsstofnunar.
Kostnaður við gerð svæðisskipulags greiðist til helminga af hlutaðeigandi sveitarfélögum og Skipulagssjóði.