Fólksflutningabíll fór út af veginum á Mikladal í gær. Aðeins ökumaður var í bílnum að þessu sinni en hann hefur verið notaður til fólksflutninga milli byggðarlaganna. Ekki urðu slys á ökumanni.
Páll Heiðar Hauksson er eigandi og var undir stýri. Hann segist hafa verið á leiðinni til Patreksfjarðar og verið kominn í Mikladalinn. Páll segir veginn vera leiðinlegan, varla mikið meira en einbreiður og hallar út í kantana. Rútan er 14 metra löng, hún skall niður að aftan og snerist og er töluvert skemmd á hægri hliðinni.
Myndir aðsendar.
