Á vefsíðu Mjólkurvinnslunnar Örnu í Bolungarvík er að finna ýmsar uppskriftir. Þar er hægt að læra að búa til rjómaost.
Það sem þarf til að búa hann til er:
½ lítri af Örnu rjóma
½ lítri af nýmjólk
3 matskeiðar ab mjólk
2 dropar ostahleypir sem hrærður er út í 50 ml af herbergisheitu vatni
¼ tsk salt.
Aðferð:
Skref 1 : Leyfið öllum hráefnum að ná herbergishita.
Skref 2: Blandið saman rjóma og mjólk og hrærið síðan ab mjólkinni saman við. Blandið síðan útþynnta ostahleypinum saman við og hrærið vel. Mikilvægt er að passa að hvorki ab mjólk né ostahleypir setjist á botninn.
Skref 3: Blandan er látin standa við herbergishita í ca. hálfan sólahring og ætti áferðin á ostinum að vera eins og af þykkri jógúrt. Osturinn er þá færður yfir í sótthreinsaðan grisjuklút og hengdur upp á svölum stað. Þar er mysan látin drjúpa af ostinum þar til þykkt hans er orðin eins og hver og einn kýs.
Skref 4: Saltið ostinn og hrærið hann út. Best er að geyma hann í loftþéttumumbúðum og í kæli. Osturinn geymist í ca tvær vikur.
Hægt er að gera fjölbreyttar útgáfur af rjómaostinum með því að bæta til dæmis graslauk eða sólþurrkuðum tómötum saman við.