Örnefnaskrá úr Skutulsfirði

Land þar sem lág fjöll heita Hnífar
land þar sem hvassir tindar heita Þjófar
land þar sem maður lítur á sig sem ránsfeng:
lamb sem var stolið.

Í kvöld gleymir lambið
að kofi þess stendur á Dagverðardal:
í kvöld syngur mig í svefn
lækurinn Úlfsá.

Ljóð dagsins er eftir Þorsteinn frá Hamri (Jónsson) sem var fæddur 15, mars 1938 að Hamri í Þverárhlíð í Borgarfirði og lést í Reykjavík 28. janúar 2018. Hann lauk gagnfræða- og landsprófi frá Reykholtsskóla og stundaði nám við Kennaraskóla Íslands 1955–1957. Á sjöunda áratugnum starfaði hann um tíma við bókavörslu en hafði ritstörf að aðalstarfi frá árinu 1967. Auk skáldskapar fékkst hann við þýðingar, prófarkalestur og gerð útvarpsþátta.

DEILA