Húmorsþing á Hólmavík 2021

Hólmavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Þjóðfræðingar og Strandamenn eiga það sameiginlegt að kunna að gera sér glaðan dag. Stundum fléttast fræðin og grínið svo saman í einn allsherjar gleðskap og nú er svo sannarlega kominn tími á slíkt.

Laugardaginn 27. mars verður haldið Húmorsþing á Hólmavík, í samræmi við þær sóttvarnareglur sem þá verða í gildi.

Vegna samkomutakmarkanna er NAUÐSYNLEGT AÐ SKRÁ SIG með góðum fyrirvara á viðburðina. Dagrún Ósk Jónsdóttir tekur á móti skráningum á facebook, í tölvupósti doj5@hi.is eða í síma 661-2213!

Dagskrá Húmorsþingsins:

Kl.14:00 Málþing þar sem flutt verða stutt og skemmtileg erindi um hinar ýmsu hliðar húmors, í Félagsheimilinu á Hólmavík. Á dagskrá eru eftirtalin erindi:

# Dagrún Ósk Jónsdóttir og Eiríkur Valdimarsson, þingforsetar: Hugleiðing um húmor
# Kristín Einarsdóttir: Bakkabræður og afkomendur þeirra
# Sveinn Waage: Húmor virkar, í fúlustu alvöru!
# Jón Jónsson: Sögur af stórlygurum
# Áki Guðni Karlsson: Er þetta minn eða þinn sjóhattur? Innflutningur og eignarhald á bröndurum
# Alice Bower: Ískaldir brandarar: Ísbjarnakomur og húmor á Ströndum og víðar
# Kristinn Schram: Ærslast í umróti. Grín í hruni, kófi og umbrotatímum

Kl. 17:00 Móttaka á Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum, Þróunarsetrið á Hólmavík.

Kl. 20:30 Kvöldskemmtun: Uppistand með Ara Eldjárn og Sögu Garðarsdóttur, Dúllurnar Sallbjörg og Íris Björg skemmta og Húmorskviss sem Dagrún og Gulla stjórna, í Félagsheimilinu á Hólmavík.Í starfshóp sem er í óðaönn að undirbúa gleðina eru m.a. Kristinn Schram dósent syðra, Jón Jónsson þjóðfræðingur nyrðra og Dagrún Ósk Jónsdóttir doktorsnemi á ferð og flugi.

Dásamlegt samstarf er um framkvæmdina milli Þjóðfræðiskorar við HÍ, Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu, Félags þjóðfræðinga á Íslandi og Arnkötlu – lista- og menningarfélags.

DEILA