Dynjandisheiði: umferðin 70% af umferð um Steingrímsfjarðarheiði

Í fyrsta sinn er vetrarþjónustu á Dynjandisheiði og veginum haldið opnum fimm daga í viku hverri. Frá ármótum til 23. febrúar var meðaltalsumferðin 82 bílar á sólarhring. Það er rétt um 70% af vetrarumferð yfir Steingrímsfjarðarheiði árið 2019, en þá fóru 115 bílar að jafnaði yfir heiðina að vetrarlagi (VDU). Verður þetta að teljast mikil umferð þegar haft er í huga að þjónustan er aðeins fimm daga í viku hverri yfir Dynjandisheiðina en sex daga yfir Steingrímsfjarðarheiði.

Til samanburðar þá var vetrarumferðin 2019 yfir Klettháls 51 bíll og 82 bíll um Barðaströndina.

Alls hafði 4.441 bíll farið yfir Dynjandisheiðina frá áramótum til 23.2. Í janúar var umferðin 2.192 bílar eða 71 bíll á dag að jafnaði og í febrúar höfðu farið 2.249 bílar eða 98 bílar á sólarhring.

Teljarinn er skammt norðan við Flókalund við veginn upp Pennudalinn og er handlesið af honum. Nýrri tölur voru ekki til í gær en frá 23. febrúar samkvæmt því sem fram kom í svörum Vegagerðarinnar.

DEILA