Baldur bilaður – Vesturbyggð krefst tafarlausra úrbóta.

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson með Baldur í togi

Vesturbyggð hefur ítrekað bent á mikilvægi þess að styrkja þurfi ferjusiglingar yfir Breiðafjörð.

Sveitarfélagið hefur lagt fram þá kröfu að ferja sem sigli yfir Breiðafjörð sé búin tveimur vélum, vegna öryggis þeirra farþega sem nýta ferjuna sem og vegna siglingar ferjunnar um friðaðann og viðkvæman Breiðafjörðinn.

Í nóvember benti Vesturbyggð á mikilvægi þess að endurnýjun ferjunnar yrði sem allra fyrst, þar sem áhyggjur af því að atvik eins og gerðist sumarið 2020 gæti endurtekið sig.

Þær áhyggjur raungerðust nú og undirstrika enn og aftur mikilvægi þess að nú verði brugðist við af fullri alvöru.

Vesturbyggð vonar að farþegar ferjunnar sem nú eru um borð í Baldri komist sem fyrst á áfangastað og færir áhöfn ferjunnar þakkir fyrir þeirra viðbrögð og mikilvægu störf.

Vesturbyggð krefst þess að í eitt skipti fyrir öll að nú verði ferjan endurnýjuð og öryggi íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum tryggt með eðlilegum samgöngum.

DEILA