Nicolaj Madsen og Casper Gandrup til liðs við Vestra

Knattspyrnudeild Vestra hefur gengið frá samningi við tvo danska leikmenn sem munu spila með félaginu í sumar.

Leikmennirnir heita Nicolaj Madsen og Casper Gandrup.

Nicolaj, sem kemur frá þýska liðinu Unterhaching, er 32 ára sóknarsinnaður miðjumaður frá Danmörku. Ásamt því að geta spilað á miðjunni getur hann leyst stöðu hægri kantmanns.

Nicolaj á yfir 100 leiki í efstu deild í Danmörku og því um mjög öflugan leikmann að ræða, segir í frétt um málið frá Vestra.

Casper Gandrup kemur frá Viborg, sem spilar í 2. deildinni í Danmörku, en hann er 21 árs vinstri kantmaður sem getur líka komið inn á miðjuna. Casper á 2 leiki fyrir sterkt u19 lið Danmerkur og því um efnilegan leikmann að ræða.

DEILA