Ísafjörður: Kerecis fær bílastæði

Bæjarstjón Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að heimila málsmeðferð við breytinu á deiliskipulagi  Eyrarinnar á Ísafirði,sem felur í sér uppskiptingu eignalóðar við Sundstræti 36 og afmörkun á leigulóð Ísafjarðarbæjar undir bílastæði tengt starfsemi í húsi Kerecis, Sundstræti 36.

Lóðinni Sundstræti 36 verður skipt upp í tvær lóðir nr 36 og nr 38 í því skyni að auka svigrúm fyrir fjölbreyttari nýtingu. Lóðin nr 36 minnkar úr 3.222 fermetrum í 1.242 fermetra. Hin nýja lóð nr 38 er stækkuð til nor’ðurs miðað við fyrri afmörkun . Lóðarmörkum að austanverðu er hliðrað vegna göngustígs. Lóð ne 36 verður áfram ætluð fyrir íbúðir en lóð nr 38 verður fyrir atvinnustarfsemi og er gert ráð fyrir allt að 22 bílastæðum á henni.

Breytingin á nýtingu lóðar nr 38 er talin óveruleg þar sem húsnæðið hefur hingað til verið nýtt undir atvinnstarfsemi.

DEILA