HVest: slysadeildin endurnýjuð

Þessa vikurnar standa yfir stórfelldar endurbætur á slysadeild Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði. Verið er að taka slysadeildina algerlega í gegn og eru þetta mestu endurbætur á deildinni síðan húsið var tekið í noktun.

Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrifðisstofnunarinnar segir að vinnusvæðið nái yfir þrjú herbergi deildarinnar og gang sem er inn af aðkomu sjúkrabíla.

Fjarlægja þarf hluta núverandi timburveggja, innréttingar, innihurðir, loftakerfi, gólfefni, gólfílögn, hreinlætistæki og fleira.

Flota skal að nýju öll gólf, reisa nýja milliveggi, með annarri staðsetningu en þeir sem nú eru, og setja upp nýtt kerfisloft.  Þá verða allir veggir deildarinnar málaðir. 

Þetta er fyrri áfangi af tveimur, í seinni áfanga verður skurðdeildin tekin í gegn.

Ástæðan er sú að kominn var hreinlega tími á allsherjarviðhald. Múr í gólfi var farinn að gefa sig undir dúk, loft voru gömul og flest orðið slitið. Þá eru milliveggir færðir til að stækka herbergi þar sem meiri þörf er á. Með breytingunum verður vinnuaðstað til muna betri og nútímalegri.

Rörás ehf., Tangi ehf. og Póllinn ehf. eru með verkið og Tækniþjónusta Vestfjarða með eftirlit.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið í mars.

Þá verður sett upp nýtt röntgenmyndatæki sem leysir af hólmi tveggja ára gamalt tæki. Það verður sett upp á Patreksfirði. Nýja tækið kostar um 40 milljónir króna.

Hulda María Guðjónsdóttir, geislafræðingur segir að sneiðmyndatækið sé mikið notað og teknar eru um 2000 myndir á ári.

Tölvusneiðmyndatæki spítalans verður endurnýjað á árinu. Fengist hefur 80 milljón króna fjárveiting og Gylfi segist vongóður um að nýja tækið verði komið í notkun um næstu áramót. Tækið er mjög mikilvægt og eru teknar um 1000 myndir á ári.

Gylfi Ólafsson og Hulda María Guðjóndóttir.

DEILA