Áform um virkjun í Korpudal Önundarfirði

Sótt hefur verið um byggingarleyfi fyrir byggingu smávirkjunar ásamt stöðvarhúsi og inntakslóni (safnþró) að Kirkjubóli í Korpudal. Það er Páll Á.R. Stefánsson sem sækir um. Á Kirkjubóli hefur verið rekin þjónusta við ferðamenn.

Framkvæmdin felst í því að sótt verður vatn læk þar sem hann kemur út úr fjallinu fyrir ofan bæinn í 150 metra hæð yfir sjávarmáli. Steypt verður lítil safnþró og frá henni lögð 225 mm niðurgrafin fallpípa að stöðvarhúsi þar sem vélbúnaður verður staðsettur. Frárennslisvatni er leitt út í læk við hlið stövarhússins.

Virkjað rennsli er ráðgert 8-20 l/s. Nýtanleg fallhæð 140 metrar. Aflið verður um 10-30 kW. Ein vatnsvél verður í stöðinni af Pelton gerð. Fallpípa verður úr plasti, um 600 metrar að lengd og 225mm að þvermáli.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar óskaði eftir frekari gögnum.

Þá var sótt um byggingarleyfi fyrir byggingu tveggja frístundahúsa að Kirkjubóli. Nefndin óskaði eftir umsögn Veðurstofu um snjóflóðahættu.

 

DEILA