Á Vestfjörðum er enginn greindur með covid smit og enginn er í sóttkví samkvæmt nýjustu tölum Landlæknisembættisins. Sama á við um Norðurland vestra og Austurland. Þá er enginn smitaður á Norðurlandi eystra en þar eru 2 í sóttkví.
Alls eru 61 virkt smit samkvæmt þessum tölum og eru þau öll á suðvesturhorni landsins. Langflest eru á höfuðborgarsvæðinu eða 44, sjö smit eru á Suðurnesjum, 6 á Suðurlandi og 4 á Vesturlandi. Í sóttkví eru 128 manns, þar af 104 á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins 2 eru í sóttkví utan suðvesturhluta landsins.
Alls hafa 5.990 smit greinst frá 28. febrúar 2020 og 46.000 manns hafa lokið sóttkví.
Rúmega þriðjungur allra smita hefur verið hjá fólki sem er yngra en þrítugt. Í þeim hópi hefur ekkert andlát verið. Dánartíðni er langhæst í hópi þeirra sem eru eldri en 80 ára. Þar hafa 124 smitast og af þeim 20 látist sem er 16%. Í aldurshópnum 60 – 80 ára hafa 707 smitast og þar af 8 látist eða 0,01%.
Nygengi innanlandssmita er nú 9,5 á hverja 100 þúsund íbúa og hefur ekki verið lægra síðan í lok júlí.