Varist regnbogasilung og malt og appelsín í dós

Ölgerðin hef­ur ákveðið að innkalla Malt & App­el­sín í hálfs lítra dós­um vegna til­kynn­ing­ar um gler­brot í slíkri dós. At­vikið er nú til ít­ar­legr­ar rann­sókn­ar inn­an Ölgerðar­inn­ar. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Þar til niðurstaða úr rann­sókn­inni ligg­ur fyr­ir hef­ur verið ákveðið að innkalla dós­ir sem eru með fram­leiðslu­dag 02. nóv­em­ber 2020 og best fyr­ir dag­setn­ingu 02.08.21.

„Viðskipta­vin­ir sem eiga 0,5 L dós­ir af Malti og App­el­síni, merkt­ar BF 02.08.21, PD 02.11.20, Lot­unr. 02L20307015730, er bent á að skila vör­unni í þeirri versl­un sem hún var keypt gegn end­ur­greiðslu eða skipti á sams­kon­ar vöru,“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ing­unni.

Matvælastofnun varar við regnbogasilungi frá Tungusilungi ehf. sem er ranglega merktur með of löngu geymsluþoli. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna með hjálp Matvælastofnunar.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna eftir ábendingu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sem var í reglubundnu eftirliti á markaði.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framsleiðslulotu: Best fyrir 10-02-21 og var aðeins í einni verslun á Höfuðborgarsvæðinu, hjá Fiskikónginum. Umrædd vara er ekki lengur í sölu.

DEILA