Útlendingar eru 17% íbúa á Vestfjörðum

Frá Súðavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sjötti hver íbúi á Vestfjörðum er með erlent ríkisfang samkvæmt upplýsingum sem Þjóðskrá íslands hefur birt. Miðað er við 1. desember 2020 en þá voru 7.099 íbúar á Vestfjörðum. Þar af voru 1.217 með erlent ríkisfang og 5.882 íslenskir ríkisborgarar.

Á landsvísu var 51.331 íbúi af 158 mismunandi þjóðerni með erlent ríkisfang eða 14% landsmanna og 317.486 voru með íslenskan ríkisborgararétt. Hæst hlutfall útlendinga er á Suðurnesjum og er það 23,4% eða nærr fjórði hver íbúa. Næst hæst er hlutfallið á Vestfjörðum 17,1%.

Fjölmennastir erlendra ríkisborgara eru Pólverjar 20.754. Næstflestir koma frá Litháen 4.599 manns.

Á Vestfjörðum eru hlutfallslega flestir erlendir ríkisborgarar í Súðavík, þá Vesturbyggð og svo í Bolungavík.

 

DEILA