Fræðslumiðstöð Vestfjarða ætlar að fara af stað með nám sem nefnist SKRIFSTOFUSKÓLINN nú á vorönn. Kennt verður í fjarkennslu.
Skrifstofuskólinn er fyrir fólk sem er 18 ára eða eldra og hefur ekki lokið framhaldsskóla.
Námið hentar þeim sem vilja auka færni sína í almennum skrifstofustörfum, styrkja kunnáttu sína eða nota sem grunn fyrir frekara nám.
Markmið námsins er að þátttakendur öðlist hæfni sem þarf til að sinna almennum skrifstofustörfum með áherslu á tölvur, bókhald og skrifstofutækni.
Námið er 160 klukkustundir auk heimavinnu og skiptist á tvær annir.