Samvinna um makrílmerkingar

Makríll. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir

Í jólablaði tímaritsins Sjávarafls birtist yfirlitsgrein um samvinnu sjávarútvegsfyrirtækja og hafrannsóknastofnana við merkingar og endurheimtur á makríl í Norðaustur-Atlantshafi undanfarin ár.

Síðan 2011 hafa hafrannsóknastofnanir á Íslandi og í Noregi merkt 450 þúsundir makríls með innvortis merkjum sem hafa örflögu sem er lesin sjálfkrafa af þar til gerðum skanna í fiskvinnsluverksmiðjum og fiskvinnsluskipum.

Sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi, Bretlandseyjum, Færeyjum og í Noregi hafa sett upp skanna fyrir makrílmerki.

Á Íslandi hafa fiskvinnsluverksmiðjurnar Brim á Vopnafirði, Síldarvinnslan í Neskaupstað og Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði sett upp skanna sem sjálfvirkt skynja og skrá allan merktan makríl sem er unninn í þessum verksmiðjum.

Fyrirtækin borga allan kostnað við kaup, uppsetningu og viðhald á merkjaskönnum, ásamt að útvega upplýsingar um aflamagn sem fer í gengum merkjaskannana.

DEILA