Met á fordæmalausu ári

Reynist útflutningsverðmæti eldisafurða 3,8 milljarðar króna í desember 2020, eins og allt útlit er fyrir, er útflutningsverðmæti fiskeldis á árinu í heild rúmir 29 milljarðar króna, sem er met.

Í krónum talið er um tæplega 17% aukningu að ræða á milli ára en um rúmlega 5% aukningu í erlendri mynt.

Fiskeldi hefur vissulega ekki farið varhluta af því ástandi sem uppi hefur verið í heimsbúskapnum vegna COVID-19 og tilherandi sóttvarnaraðgerðum.

Áhrifin hafa verið hvað sýnilegust á afurðaverð en aukin framleiðsla hefur náð að vega upp á móti.

DEILA