Erling Edwald fæddist 16. janúar 1921 á Ísafirði. Foreldrar hans voru Jón Samúelsson Edwald, kaupmaður og vararæðismaður, og Sigrún Edwald (f. Aspelund).
Erling varð stúdent frá MA 1940 og lauk lyfjafræðinámi, cand.pharm., í Kaupmannahöfn 1947.
Að loknu prófi starfaði Erling sem lyfjafræðingur í Lyfjaverslun ríkisins 1947-1967, en varð Lyfsölustjóri ríkisins 1967 og gegndi því starfi til 1986. Hann var fyrsti lyfjafræðingur lyfjabúrs Landspítalans í hlutastarfi, 1954-58.
Erling var prófdómari í lyfjafræði lyfsala við Háskóla Íslands 1957-1970. Hann sat í lyfjaverðlagsnefnd 1968-1983, og eiturefnanefnd 1969-1987. Hann gegndi stjórnarstörfum í Lyfjafræðingafélagi Íslands 1944-1945 og Lyfjafræðisafni frá 1991 til dauðadags.
Erling var sæmdur gullmerki Lyfjafræðingafélags Íslands 1992. Eftir starfslok tók Erling próf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík, með 30 rúmlesta réttindi, 1987.
Erling kvæntist 31. desember 1958 Jóhönnu Hjálmfríði Jónsdóttur Edwald f. 1935. Foreldrar hennar voru Helga Sigurðardóttir og Jón St. Guðjónsson, þá loftskeytamaður á Hesteyri.
Börn þeirra eru;
1) Tryggvi, f. 1959,
2) Sigrún, f. 1962,
3) Ari, f. 1964,
4) Þórdís, f. 1966
Erling lést 13. maí 2011.
Morgunblaðið.
Skráð af Menningar-Bakki