Birt hefur verið kostnaðaráætlun við gerð á grjótvörn frá Norðurtanga, sem gætu leitt til landfyllinga norðan Fjarðarstrætis. Bæjarráð ‘isafjarðarbæjar samþykkti í lok nóvember síðasta árs tillögu frá Marzellíusi Sveinbjörnssyni og Daníel Jakobssyni að skoða þennan möguleika.
Í minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs er lagt mat á kostnaðinn. Reiknaðir eru tveir kostir.
Fyrri kosturinn er n vegna 100 m garðs út frá Norðurtanga og 550 metra samsíða Fjarðarstræti.
Áætlað magn af sprengdu efni eru 43000 rúmmetrar í fyrirstöðugarð/sjóvarnir. Áætlaður kostnaður þ.e. efniskaup og vinna við fyrirstöðugarð, er 165.688.000 kr.
Landmótun svæðis eru áætlaðir 53.000 m².
Uppfylling miðast við að nýta það sem fellur til við uppdælingu efnis í Sundahöfn, eða um 250.000 m³ þannig að sá kostnaður sem til fellur er ekki reiknaður inn í heildarkostnað.
Sé uppdælt efni ekki nýtt, má gera ráð fyrir auknum kostnaði sem nemur 200.000.000 kr.
fyrir 250.000 m³ af efni í komandi framtíð.
Gróflega áætluð efnisþörf af uppdældu efni í sviðsmynd 1, er 200.000 -250.000 m³.
Í seinni kostinum er garður færður 100 m út frá Norðurtanga og 1000 m meðfram Fjarðarstræti og út í Krók, heildarkostnaður við fyrirstöðugarð er
þá 330.000.000 kr. Landmótun svæðis er 100.000 m² og áætluð efnisþörf þ.e.a.s. uppdæling efnis 400-500.000³. Áætlaður kostnaður er um 400.000.000 kr. Samanlagður kostnaður gæti þá orðið um 730 m.kr.
Í minnisblaðinu er bent á að benda á að ríkissjóður greiðir allt að 7/8 hluta af kostnaði við
undirbúning og framkvæmdir við sjóvarnir. Landeigendur og sveitafélög, sem hafa hag af
varnaraðgerðum á landi sínu, greiða minnst 1/8 hluta.
Ekki liggur fyrr hvort ríkið myndi samþykkja verkefnið sem sjóvörn.
Bæjarráðið hvetur til áframhaldandi framgöngu þessa verkefnis og vísaði því til skipulags- og mannvirkjanefndar.