Ísafjarðarbær auglýsir tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Sundstræti, Ísafirði.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti 3. desember 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Eyrarinnar skv. 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.
Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Eyrarinnar, dags. 16.10.1997 og felur í sér lagningu göngustígs, austan við fjölbýlishús við Sundstræti, Ísafirði.
Tillagan er aðgengileg hér á vefnum og á bæjarskrifstofu.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 1. mars 2021 að Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði eða á heidajack@isafordur.is.