Hóll á Hvílftarströnd: deiliskipulag auglýst

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur fallist á að auglýst verði deiliskipulag fyrir Hól á Hvílftarströnd í Önundarfirði.

Bæjarstjórn staðfesti auglýsinguna á fundi sínum á fimmtudaginn í síðustu viku.

Umsækjendur Birkir Þór Guðmundsson og Kristín Albertsdóttir óskuðu í fyrra eftir heimild til þess að reisa nýtt íbúðarhús og rafstöð á jörðinni en nefndin hafnaði erindinu og sagði í afgreiðslu sinni að  vegna eðlis og umfangs framkvæmdanna á Hóli þyrfti að deiliskipuleggja svæðið áður.  Í rökstuðningi nefndarinnar var visað til aðalskipulags sem heimilaði byggingu byggingu frístundahúsa á jörðinni.

Þá bentu umsækjendur á að nefndin færi jarðavillt og ætti greinilega við Hól í Firði innst í Önundarfirði. Þrátt fyrir það sat nefndin við sinn keip og sagði að fara þyrfti í deiliskipulagsvinnu.

Nú hefur verið unninn deiliskipulagsuppdráttur þar sem, sem fyrr, er  gert ráð  fyrir íbúðarhúsnæôi með bílskúr og geymslu. Byggingarnar eru samtengdar á einni hæð. Einnig er gert ráð fyrir vatnsaflsvirkjun/smávirkjun sem samanstendur af vatnsinntaki í Hólsá, niôurgrafinni vatnspípu og stöôvarhúsi. Rafmagnsjarðstrengur verður svo lagður frá virkjuninni að bæjarhúsunum.

 

DEILA