Flateyrarvegi lokað

Flateyrarvegi hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu en hættustigi var lýst yfir klukkan 10 í dag.
Vegurinn um Súðavíkurhlíð er enn lokaður og ekkert ferðaveður er á norðanverðum Vestfjörðum eins og sjá má á heimasíðu Vegagerðarinnar.
Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum sem var birt fyrir stundu.
Þá er lokað um Súðavíkurhlíð, Gemlufallsheiði, Dynjandisheiði, Steingrímsfjrðarheiði og Klettháls.
Aka  þarf vetrarveg við Geiradalsá í Reykhólasveit.
Á Eyrarhlíð í Skutulsfirði er óvissustig í gildi.
DEILA